Fréttir

Mótið fór fram á Akureyri 8. - 9. mars 2019 og það voru 5 lið sem mættu til leiks. Norðurland, Suðurnes, Héraðssaksóknari, LRH umferðardeild og LRH/Vesturl./Vestf./RLS þ.e. sameiginlegt lið starfsmanna þessara fjögurra embætta. Þetta bræðingslið sigraði síðan mótið. Guðmundur Baldursson, Mutti, mætti til leiks með Suðurnesjum og þó hann sé að fara á eftirlaun á þessu ári þá sýndi hann og sannaði að lengi lifir í gömlum glæðum. Hann var síðan heiðraður í mótslok en hann tók þátt í fyrsta landsmóti lögreglumanna sem fram fór í Hafnarfirði 1976 og verið með á ófáum landsmótum bæði því yngra og eldra. Jón Arnar Sigurþórsson Vesturlandi, liðsmaður í bræðingnum, var valinn besti leikmaðurinn en hann varð jafnframt markahæstur. Stefnt er að næsta móti í september og að þá verði keppt á gervigrasinu í Boganum á Akureyri. Allt um úrslit kemur undir flipann Úrslit móta. Myndir eru komnar inn undir flipann Myndir en þar eiga eftir að bætast við myndir sem teknar voru af 

Fór fram laugardaginn 02. desember 2018 í Sporthúsinu í Reykjanesbæ, húsnæði CrossFit Suðurnes. Það voru 5 karlalið og 5 kvennalið sem tilkynntu um þátttöku en eitt karlaliðið varð að hætta við þátttöku vegna útkalls í vinnu. Að þessu sinni var var útreikningur með þeim hætti að besti árangurinn gaf fæst stig. Í kvennaflokki sigruðu þær Þóra Björk Þorgeirsdóttir og Sandra Hrönn Árnadóttir (LRH) með 7 stig. Í öðru sæti urðu þær Birna Blöndal Sveinsdóttir og Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir (LRH) einnig með 7 stig. Í þriðja sæti urðu þær Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Katrín Ýr Árnadóttir (LSS/LRH) með 11 stig. Í karlaflokki sigruðu þeir Atli Barðason og Finnur Kristjánsson (LSS)  með 6 stig. Í öðru sæti urðu Ingólfur Birgir Sigurgeirsson og Gunnar Ingi Þorsteinsson (LRH) með 7 stig. Í þriðja sæti urðu þeir Viggó Helgi Viggósson og Aron Freyr Kristjánsson (LSS) með 12 stig. Hitann og þungann af mótshaldinu bar Viggó Helgi Viggósson Suðurnesjum og kann ÍSL honum miklar þakkir fyrir.

Bestu keppendurnir voru kjörnir.

KVK: Birna Blöndal Sveinsdóttir (LRH)

KK:   Ingólfur Birgir Sigurgeirsson (LRH)

 

Löggubolirnir eru vinsæl jólagjöf fyrir smáfólkið.

Bolirnir kosta 3.500

Húfan kostar 1.500

Til sölu á Hverfisgötu í búrinu og hjá Jóa Kalla

Á suðurnesjum hjá Krissa Geirs

Á norðurlandi hjá ??

Á vesturlandi hjá ??

Á suðurlandi hjá Elínu

Á Vestfjörðum hjá ??

Á Austurlandi hjá ??

Fór fram 23. og 24. nóvember 2018
Mótið fór fram í skotsalnum í íþróttahúsinu í Digranesi, aðstöðu skotfélags Kópavogs.
Að venju var keppt í þremur greinum Glockbyssu, Loftskammbyssu og Opnum flokki.
Til keppni mættu 16 keppendur en því miður voru það einungis karlar sem voru með
að þessu sinni og sumir þeirra kepptu í fleiri en einni grein.
Sigurvegarar voru eftirfarandi:
Glockbyssa Magnús Pálsson RLS 241 stig
Loftskammbyssa Ólafur Egilsson RLS 534 stig
Opinn flokkur Eiríkur Óskar Jónsson RLS 534 stig.
Mótsstjórar/Starfsmenn: Jón S. Ólason. Þórir Ingvarsson og Jón Arnar Sigurþórsson
Verðlaunafhending fór fram á mótsstað
Allt um úrslitin kemur, bráðlega, undir Úrslit móta - Skotfimi.

Þingið fór fram laugardaginn 10. nóvember s.l. í Brautarholti 30. Rétt til þingsetu áttu 30 þingfulltrúar frá 11 aðildarfélögum/nefndum ÍSL. Til þingsins mættu 18 þingfulltrúar frá 5 félögum/nefndum. Þingið fór fram með hefðbundnum hætti. Skýrsla stjórnar og ársreikningur lagður fram. Þá voru lítilsháttar lagabreytingar. Þá var samþykkt að leika Öldungamótið í innanhússknattspyrnu á gervigrasi í tvö ár til reynslu. Óskar Bjartmarz var endurkjörinn formaður ÍSL til tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Guðmundur St. Sigmundsson, Hafdís Björk Albertsdóttir, Hálfdán Daðason, Jóhann Karl Þórisson, Jón Gunnar Sigurgeirsson, Jón S. Ólason, Kjartan Ægir Kjartansson, Kristján Freyr Geirsson, Ólafur Örvar Ólafsson og Kristína Sigurðardóttir sem kom ný inní stjórn. Út úr stjórninni fór Arinbjörn Snorrason sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Að loknu þingi fór fram afhending á heiðursmerkjum ÍSL. 

Þing Evrópska lögregluíþróttasambandsins, USPE, fór fram í borginni Liberec í Tékklandi laugardaginn 03.11. s.l. F.h. ÍSL sóttu Óskar Bjartmarz og Jóhann Karl Þórisson þingið og þá var Jón S. Ólason með í för. Eina markverða sem gerðist á þinginu var að fundin var lausn á þeim ágreiningi sem hefur verið undanfarin ár varðandi breta, að þeir sem vinna að hluta til lögreglustörf án þess að hafa handtökuheimild eru gjaldgengir á EPC mót. Þetta er í samræmi við texta laga USPE á þýsku sem er upphafstungumálið í lögum USPE. Norðurlöndin eiga 3 menn í stjórn þar af annan varaforsetann og 1 í tækninefnd. 

Mótið fer fram dagana 23. og 24. nóvember n.k. í Digranesi. Keppt er í Loftskammbyssu, Opnum flokki og Glock. Aðeins þeim sem lokið hafa grunnþjálfun í meðferð skotvopna á vegum LSR/MSL er heimil þátttaka í Glock. Hinir tveir flokkarnir eru opnir öllum lögreglumönnum. Frestur til að tilkynna þátttöku er til 19. nóvember n.k. en tilkynningar skulu berast til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Mótið fer fram sunnudaginn 02. desember n.k. í Sporthúsinu í Reykjanesbæ í húsnæði CrossFit Suðurnes. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Skráningarfrestur er til 29 nóvember n.k. og tilkynnist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Mótið fer á Blönduósi dagana 09. - 11. mars n.k. Mótshald er í höndum ÍFL/Reykjavík.

Hlaupið fór fram í Dublin á Írlandi 28. október s.l. og var hluti af Dublinarmaraþoninu. ÍSL sendi fjóra keppendur: Birgir Már Vigfússon, Samúel A. W. Ólafsson, Ingibjörg Pétursdóttir og Hildur Sunna Pálmadóttir. Guðmundur St. Sigmundsson var fararstjóri og Hálfdán Daðason var liðsstjóri. Hálfdán hafði haft veg og vanda að undirbúningi ferðarinnar en um þjálfunarmálin sá Friðleifur Friðleifsson um og kann ÍSL honum miklar þakkir fyrir.