Fréttir

Öldungamót ÍSL í innanhússknattspyrnu 2019 fór fram dagana 27. - 28. september s.l. á  Akureyri. Það voru 5 lið sem mættu til leiks og í fyrsta skipti var keppt á gervigrasi, mótið fór fram í Boganum. Liðin voru RLS, Suðurnes/Vestfirðir, Norðurland, LRH og Vesturland. RLS sigraði vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli. Í öðru sæti varð Suðurnes/Vestfirðir og í þriðja sæti urðu heimamenn Norðurland. Þetta fyrirkomulag að keppa á gervigrasi fór vel í menn og virtist almenn ánægja með það. Því hefur verið ákveðið að næsta mót fari einnig fram á Akureyri og að keppt verður á gervigrasi. All um úrslti kemur fljótlega undir: Úrslit móta.

Final four" í holukeppni ÍSL 2019 fór fram mánudaginn 23. september 2019. Það voru þeir Jóhannes Harðarson, Páll Theodórsson, Sigurbjörn Þorgeirsson og Trausti Freyr Jónsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á Urriðavelli í Heiðmörkinni. Þegar keppni hófst var bjart en svo fór að rigna seinnipartinn. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Sigurbjörn á móti Trausta og Jóhannes lék á móti Páli. Sigurbjörn sigraði Trausta 3/2 og Páll sigraði Jóhannes á 17. holu 2/1. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Trausti og Jóhannes og sigraði Trausti 3/2. Til úrslita léku Sigurbjörn og Páll. Sigurbjörn sigraði á 16. holu 3/2. Þetta er í þriðja skiptið sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL.  Allt um úrslit í mótinu kemur fljótlega inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.

Final four" í holukeppni ÍSL 2018 fór fram föstudaginn 07. september 2018. Það voru þeir Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri, Róbert Sigurðarson, Rúnar Örn Grétarsson og Sigurbjörn Þorgeirsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á velli GR í Grafarholti. Það var hæglætis veður þegar keppni hófst en svo fór að blása og þegar yfirlauk undir kvöld var vindhraðinn um 15 m. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Karl Ingi á móti Sigurbirni og Róbert lék á móti Rúnari. Undanúrslitin voru hnífjöfn. Sigurbjörn knúði fram sigur gegn Karli á 18 holu, 1/0 og Rúnar sigraði Róbert á 17. holu 2/1. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Karl og Róbert og sigraði Karl 7/6. Til úrslita léku þeir Rúnar og Sigurbjörn. Sigurbjörn sigraði á 16. holu 4/2. Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL en fyrra sinnið var 2016. Allt um úrslit í mótinu kemur fljótlega inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.

Sigurbjörn varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi á landsmótinu sem fram fór á Garðavelli Akranesi fimmtudaginn 18. júlí, hann spilaði á 75 höggum. Páll Theodórsson varð í öðru sæti á 78 höggum og í þriðja sæti varð Trausti Freyr Jónsson á 80 höggum. LRH sigraði sveitakeppnina en sveitina skipuðu þeir Páll Theodórsson, Ásbjörn Stefánsson og Egill Egilsson en þeir spiluðu á 254 höggum. Það voru 37 keppendur sem mættu til leiks og veður var eins og best var á kosið, sólskin og vindur tiltökulega hægur. All um úrslit kemur fljótlega hér á síðuna undir: Úrslit móta. Myndir koma síðan á myndasíðuna en myndtökur önnuðust Jónas Hallgrímur Ottósson lögreglufulltrúi á Vesturlandi og Óskar Bjartmarz. Mótshald var í höndum Vestlendinga með Trausta Frey Jónson í fararbroddi. Íþróttasamband Lögreglumanna, ÍSL, þakkar Vestlendingum fyrir gott mótshald.

Þá er Norðurlandamóti lögreglumanna/kvenna í knattspyrnu 2019 lokið í Tallinn í Eistlandi. Íslenskar lögreglukonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sæti á sínu fyrsta móti. Frábær árangur liðsins en einstakur baráttuvilji var það sem einkenndi leiks þess. Íslenska liðið tapaði 1 - 2 fyrir Noregi sem sigraði á mótinu, Svíþjóð varð í öðru sæti, Danmörk í því fjórða og gestgjafarnir Eistar urðu í fimmta sæti. Þær norsku voru með markatöluna 25 - 3.

Í karlaflokki sigraði Danmörk, Noregur varð í öðru sæti, Svíþjóð í þriðja, Ísland í fjórða og eins og í kvennaflokki urðu gestgjafarnir Eistar í fimmta sæti. Þess má geta að Ísland tapaði fyrir dönum 0 - 1 en þeir skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins þeirri 94.

F.h. ÍSL vil ég þakka öllum keppendum, öðrum þátttakendum og þjálfaranum Þormóði Egilssyni fyrir þeirra störf og frábæra ferð.

 

Þá er Norðurlandamót lögreglumanna/kvenna í knattspyrnu 2019 byrjað hér í Tallinn í Eistlandi. Bæði kvenna- og karlalandslið lögreglunnar á Íslandi eru mætt til leiks, Kvennaliðið mætti aðfaranótt sunnudagsins 09. júní og karlaliðið á sunnudagskvöld. Íslenski hópurinn er þannig skipaður. Katrín Ýr Árnadóttir, Soffía Ummarin Kristinsdóttir, Ýr Steinþórsdóttir, Ruth Þórðardóttir, Stefanía Pálsdóttir, Þóra Björk Þorgeirsdóttir, Aníta Björk Axelsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir, Sólveig Sverrisdóttir, Steinunn L. Jóhannesdóttir, Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, Selma Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Hörn Orradóttir, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir, Hildigunnur Jónasdóttir, Elín Hrafnsdóttir, Kolbrún Ýr Jósefsdóttir, Birna Blöndal Sveinsdóttir, Andri Fannar Helgason, Árni Freyr Ásgeirsson, Arnar Geir Magnússon, Konráð Þorleifsson, Sigurður Ingi Grétarsson, Egill Egilsson, Kristján Freyr Geirsson, Jóhann Örn Guðbrandsson, Indriði Hrannar Blöndal, Christopher Þórarinn Anderiman, Kjartan Örn Yeoman, Halldór Björn Malmberg, Sveinbjörn Magnússon, Hreinn Júlíus Ingvarsson, Júlíus Orri Óskarsson, Kristmundur Kristjánsson, Friðrik Elí Bernhardsson, Sveinn Þór Þorvaldsson. Þormóður Egilsson þjálfari beggja liða. Í fararstjórn Kjartan Ægir Kjartansson, Hafdís Björk Albertsdóttir, Ólafur Örvar Ólafsson og Magnús V. Guðmundsson. Óskar Bjartmarz er fararstjóri.

Leikir hófust í dag sunnudag 09. júní.                                                                                                                                       

Eistland – Svíþjóð (konur)            0 – 7                                                                                                                          

Noregur – Danmörk (konur)          6 – 1                                                                                                                         

Eistland – Noregur (karlar)           0 – 3                                                                                                                                                               

Svíþjóð – Danmörk (karlar)           0 – 4                    

Mánudaginn 10. júní fara fram eftirtaldir leikir, en áður en fyrstu leikir hefjast fer fram mótssetning.

Svíþjóð – Noregur (konur)           0 - 5                                                                                                                          

Ísland – Eistland (karlar)             1 - 0    Jóhann Örn Guðbrandsson

Ísland - Eistland (konur)               3 - 0   Soffía Ummarin Kristinsdóttir, Stefanía Pálsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir

Noregur - Svíþjóð (karlar)             5 - 0                                                                                                                                                                                             

Á morgun þriðjudag 11. júní fara fram eftirtaldir leikir.

Danmörk - Svíþjóð (konur)             2 - 6

Svíþjóð - Ísland ((karlar)                 4 - 0  

Noregur - Ísland (konur)                 2 - 1  Selma Dögg Björgvinsdóttir

Danmörk - Noregur (karlar)            4 - 0

Á morgun miðvikudag 12. júní fara fram eftirtaldir leikir.

Eistland - Noregur (konur)               0 - 12

Ísland - Danmörk (karlar)                0 - 1 mark á 94 mínútu.

Ísland - Danmörk (konur)                3 - 3 mörk Íslands Selma, Stefanía og Aníta

Eistland - Svíþjóð (karlar)               1 - 2

Á morgun fimmtudag 13. júní fara síðustu leikirnir fram

Svíþjóð - Ísland (konur)                  2 - 0

Danmörk - Eistland (karlar)            7 - 0

Danmörk - Eistland (konur)           3 - 1

Noregur - Ísland (karlar)                6 - 0

Mótinu lokið.

Noregur sigraði í kvennaflokki.

Dammörk sigraði í karlaflokki

 

 

 

15. Evrópumót lögreglumanna í judó fór fram í Györ í Ungverjalandi 09. - 13. maí s.l. Bjarni Skúlason keppti á mótinu í -100 kg. flokki. Með honum í för voru þeir Arnar Marteinsson sem aðstoðarmaður og Hálfdán Daðason sem fararstjóri. Bjarni keppti fyrst við Búlgarann, Boris Georgiev en tapaði fyrir honum. Boris varð síðan Evrópumeistari í þessu flokki. Því næst glímdi Bjarni við Rússann, Urii Panasenkov en tapaði einnig fyrir honum. Rússinn glímdi síðan um bronsið en tapaði þeirri glímu. Þrátt fyrir töpin stóð Bjarni sig vel en hann var óheppinn með mótherja. Það voru 13 sem kepptu í -100 kg. flokki.

Mótið fór fram á Akureyri 8. - 9. mars 2019 og það voru 5 lið sem mættu til leiks. Norðurland, Suðurnes, Héraðssaksóknari, LRH umferðardeild og LRH/Vesturl./Vestf./RLS þ.e. sameiginlegt lið starfsmanna þessara fjögurra embætta. Þetta bræðingslið sigraði síðan mótið. Guðmundur Baldursson, Mutti, mætti til leiks með Suðurnesjum og þó hann sé að fara á eftirlaun á þessu ári þá sýndi hann og sannaði að lengi lifir í gömlum glæðum. Hann var síðan heiðraður í mótslok en hann tók þátt í fyrsta landsmóti lögreglumanna sem fram fór í Hafnarfirði 1976 og verið með á ófáum landsmótum bæði því yngra og eldra. Jón Arnar Sigurþórsson Vesturlandi, liðsmaður í bræðingnum, var valinn besti leikmaðurinn en hann varð jafnframt markahæstur. Stefnt er að næsta móti í september og að þá verði keppt á gervigrasinu í Boganum á Akureyri. Allt um úrslit kemur undir flipann Úrslit móta. Myndir eru komnar inn undir flipann Myndir en þar eiga eftir að bætast við myndir sem teknar voru af Gabríeli Ómari Logasyni (Haraldur Logi Haraldsson faðir hans)

Þing Norræna lögregluíþróttasambandsins, NPSA, fór fram í Kaupmannahöfn föstudaginn 11. maí s.l. F.h. ÍSL sóttu þingið  þeir Óskar Bjartmarz. Jóhann Karl Þórisson og Jón S. Ólason. Samþykkt var tillaga ÍSL um að hafa ekki ákveðna tölu innáskiptinga á NPC í knattspyrnu. En á þinginu kom fram að staða lögregluíþrótta í Finnlandi er á mjög viðkvæmum stað og jafvel líkur á að það leggist af í núverandi mynd og að Finnar verði ekki með á NPC mótum í nánustu framtíð. Formennska í NPSA færðist til Íslands. Óskar Bjartmars er nú formaður sambandsins í fjórða sinn. Jóhann Karl Þórisson er formaður tækninefndar sambandsins og Jón S. Ólason er ritari beggja stoðanna. Næsta þing fer því fram á íslandi 2021. NPSA verður 50 ára þann 13. desember 2019 og á þinginu kom upp sú hugmynd að halda upp á þessi tímamót með einhverjum hætti og var Íslandi falið að útfæra þá hugmynd.

Mótið fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg föstudaginn 10. maí. s.l. og var mótshald í höndum RLS. Til leiks mættu 6 lið en lengi vel leit út fyrir að þau yrðu fleiri en t.d. hætti eitt lið við þátttöku aðeins 2 dögum fyrir mót. Það var annað af liðum, mótgshaldaranna, RLS sem sigraði á mótinu. Í öðru sæti varð lið LRH2 og í þriðja sæti lið RLS Old Boys, Suðurnes varð í fjóða sæti, LRH1 í fimmta sæti og lið LRH konur varð í sjötta sæti. Kvennaliðið stóð alveg fyrir sínu enda er mikill hugur í lögreglukonum með þátttöku í norðurlandamóti í knattspyrnu í Eistlandi í júní n.k.. Allt um úrslit og markaskorun kemur undir Úrslit móta - Landsmót.